PARTYZONE TEKUR PÚLSINN Á SECRET SOLSTICE!

0

Dansþáttur þjóðarinnar hefur fengið nafnið Secret Solstice PartyZone næstu tíu vikurnar af augljósri ástæðu. Mjög sterkt og gómsætt Secret Solstice Festival bragð verður af þættinum þar sem hitað verður upp fyrir stærsta partý ársins!

PartyZone mun að sjálfsögðu taka danstónlistarvinkil hátíðarinnar að sér, erlendir og innlendir plötusnúðar kíkja í þáttinn og spiluð verður tónlist tengd hátíðinni. Einnig verður framleitt allskyns aukaefni á hliðarrásum. Þáttastjórnendur lofa að vera í extra miklu stuði næstu vikurnar enda að springa úr tilhlökkun.

Í kvöld koma fram plötusnúðarnir KrBear og Dfind og má búast við miklu fjöri! Fylgist með Secret Solstice PartyZone á Xinu 977 á laugardagkvöldum kl 22:00!

Skrifaðu ummæli