PARTYZONE LISTINN KYNNTUR MEÐ STÆL Í KVÖLD

0

PartyZone listinn fyrir Mars 2017 verður kynntur og fluttur í PartyZone í kvöld laugardag kl 22:00 til miðnættis. Um er að ræða heitustu lög danstónlistarinnar að mati helstu plötusnúða bæjarins! Þátturinn er sem fyrr í umsjón Helga Más Bjarnasonar, Kristján Helga Stefánssonar og Simon Guðmundssonar.

Félagarnir Flytja hvert mestmóðins danslagið á fætur öðru og telja má líklegt að talsvert af nýju íslensku efni verði að finna  á listanum. Nýtt efni er að koma út frá Lagaffe Tales, Moff & Tarkin og Introbeatz svo fátt sé nefnt en það verður spennandi að sjá og heyra hvernig þeim vegnar á listanum.

Þáttarstjórnendur segjast vera að drukkna í tónlist og munu t.d. eftirtaldir artistar berjast um sætin á listanum:

Booka Shade, Henrik Schwarz, Chasing Kurt, Miss Kittin, Dubfire, Soulclap, Talaboman (Axel Boman + John Talabot), Telephones, KiNK, Louie Vega, Jamie Liddell, Hercules & The Love Affair, Glen Underground, Goldfrapp, Jus Tadi, Intr0beatz, Moff & Tarkin, Dorsia, Wolf & Lamb, The Juan Maclean, Tiga, Tensnake, Solardo, Moony Me, Felix Leifur, Todd Terje, Marc Romboy, Lindström, Prins Thomas, Auntie Flo …ofl. ofl.    Techno, House, Diskó og Núdiskó, TechHouse ….. allskonar.

Strax að lista loknum verður Spotify playlistinn „PartyZone Listinn – Topp 30″ uppfærður en þar geta hlustendur fylgst með listanum á Spotify.

Til fróðleiks má geta þess að PZ listinn hefur verið kynntur í þættinum síðan í apríl 1991 eða í tæplega 26 ár! Gaman er að segja frá því að fyrsta topplag PZ listans var „Take me Away“ með True Faith (Pin up Girls). Þessi vinsælasti dagskrárliður hefur síðan verið á dagskránni í mörg árog þegar þátturinn var fjögurra (jafnvel sex) tíma langur var hann kynntur vikulega. Plötusnúðar bæjarins með plötutöskurnar í hljóðverið og rifist um hvernig listinn átt að vera.  Margar skrautlegar uppákomur áttu sér stað og dæmi um að plötusnúðar hafi strunsað út með plöturnar sínar þar sem þeir fengu ekki að ráða topplaginu!

Eftir að þátturinn fluttist á Rás 2 árið 1999 þá var ákveðið að hafa listann mánaðarlega og þannig hefur það verið síðan. Þáttastjórnendur hafa haft vit á því að halda uppá alla listana og eru þeir vel geymdir á góðum stað! Sækja þeir einmitt mikið í þann danssagnfræðilega fjársjóð þegar Múmía kvöldsins er ákveðin og oftar en ekki er topplagið fyrir 25, 20, 15, 10 eða 5 árum spilað sem Múmía kvöldsins en múmían verður einmitt fyrsta lag þáttarins á laugardaginn.

Ekki missa af PartyZone listanum fyrir Mars mánuð á laugardagskvöldið.

Skrifaðu ummæli