PartyZone listinn kynntur mánaðarlega: Martin Solveig situr á toppnum

0

PartyZone listinn er kynntur í lok hvers mánaðar og byggir á grúski þáttarstjórnenda og ábendingum helstu plötusnúða landsins. PartyZone listinn hefur verið fluttur í þættinum fyrst vikulega og svo mánaðarlega síðan 1991. Eitt er allveg öruggt, hér er að finna nýjustu og mest móðins danstónlistina í dag!

Það er hellingur að gerast í danstónlistinni þessa dagana og listinn því drekkhlaðinn og funheitur. Sundlaugabakkahúsið er að víkja fyrir dýpri hauslegri tónum og oldskool tónum.   Slatti af mjög góðum íslenskum lögum er að finna á listanum, frá listamönnum eins og Felix Leifur, Intr0beatz, ILO og Moff & Tarkin.

Topplagið á listanum er að sprengja dansgólfin á klúbbunum beggja vegna Atlantshafsins, Kölsch mixið af nýju lagi frá Martin Solveig.   Íslandsvinurinn Roisin Murphy er síðan með nýtt lag ofarlega á llistanum.

Albumm.is mun kynna listann í hverjum mánuði þannig fylgist vel með!

Hægt er að hlusta á listann hér.

Skrifaðu ummæli