PARTYZONE HELGAÐUR THULE RECORDS

0

Útvarpsþátturinn PartyZone verður í loftinu í kvöld en hann verður alfarið helgaður íslensku danstónlistar útgáfunni Thule Records. Nóg er um að vera hjá Thule Records en NonniMal verður í búrinu með sneisafulla tösku af glænýju og væntanlegu efni frá útgáfunni, alls ekki slæmt það!

Eins og fyrr hefur komið fram er margt um að vera hjá útgáfunni og mikið af efni vææntanlegt. Cold – Exiles EP og Fishcake II – The Sound Of Thule er aðeins dropi í hafið sem koma skal!

Stillið tækin ykkar á X-ið 977 í kvöld kl 22:00.

Skrifaðu ummæli