PARTYZONE BÝÐUR Í FJÖGURRA KLUKKUSTUNDA DANSANDI FLUGELDASÝNINGU

0

party com

Útvarpsþátturinn PartyZone ætlar að dansa inn nýja árið með látum! Umsjónarmenn þáttarins ætla að klippa saman einn allsherjar stuðkokteil með minnisstæðustu augnablikum þáttarins á árinu sem er að líða. Einnig verða fengnir einn eða tveir plötusnúðar til að taka áramótapartýsett.

Þátturinn hefst stundvíslega kl 23:00 og stendur linnulaust til kl 03:00. Hafið stillt á PartyZone á X-inu 977 yfir áramótin… það verður sko partý!

„Við elskum Diskókúlur… sérstaklega um áramótin.“ –  Áramótakveðja umsjónarmenn PartyZone

Hér fyrir neðan má hlýða á þau fjögurhundruð lög sem hafa ratað inn á PartyZone listann árið 2016!

 

Skrifaðu ummæli