PAR-ÐAR MEÐ NÝTT MYNDBAND OG PLATA VÆNTANLEG

0

Hljómsveitin Par-Ðar var að senda frá sér glænýtt myndband en það er við lagið „I Don´t Know Who I Am” sem tekið er af væntanlegri plötu „Upplifun“ sem kemur út um miðjan október næstkomandi!

„IDKWIA“ er fyrsta lagið sem Par-Ðar sendu frá sér en það var árið 2015 en myndbandið við lagið hefur verið endur-klippt og hljóðritað aftur fyrir frumraun hljómsveitarinnar „Upplifun“. Með hverju vídeóverki er gefin út 7′ tommu vínyl plata í örfáum eintökum með myndlist úr hverju myndskeiði. Hægt er að nálgast eintak í gegnum netfang eða heimasíðu Par-Ðar.

Skrifaðu ummæli