PAN THORARENSEN

0
Stereo Hypnosis

Stereo Hypnosis

Pan Thorarensen er hæfileikaríkur og áhugaverður tónlistarmaður sem hefur oft gengið undir nafninu Beatmakin Troopa. Hann er einn af þremur meðlimum Stereo Hypnosis og er einn af stofnendum Extreme Chill Festival.


Hvenær og hvernig leiddist þú út í tónlist?

Það var mikið um tónlist á heimilinu þannig maður fékk þetta bara í vöggugjöf. Pabbi a.k.a. Jafet Melge var að spila snillinga á borð við Kraftverk, Brian Eno og alla þessa gömlu kalla, það fylgdi alveg með manni fram á unglingsaldur. Ég byrjaði á hjólabretti um tólf ára aldur og þá leiddist ég hægt og rólega út í tónlistina sem fylgdi því. Áhuginn fyrir tónlist varð alltaf meiri og meiri og þegar ég byrjaði í tíunda bekk þá fór ég að kaupa mér DJ græjur og fikta við það en var líka alltaf að skeita. Um tvítugt fór ég að gera þetta fyrir alvöru, fór að kaupa mér græjur eins og t.d. Akai Mpc, mixer og eitthvað dót, þannig að hjólabrettaiðkunin fór minnkandi hægt og rólega. Tónlistin tók algjörlega yfir og ég hef ekki snúið við síðan, en er alltaf á leiðinni að taka upp brettið aftur.

Hvenær gefur þú út fyrsta project-ið þitt og hvað var það?

Ég var mikið í Hip Hop og var í bandi með Rain og Mystic One. Við kölluðum okkur „Twisted Mindz“ en það var líka graffiti crew TMC. Við gáfum út tvær kassettur ásamt lögum á safnmix diska. Ég fór svo að hanga meira með pabba og fór þá hægt og rólega meira út í raftónlistina. Fyrsta platan mín kemur út árið 2004 undir nafninu Beatmakin Troopa og hét „Peaceful Thinking“ en það hafa komið út fimm plötur og vínyll undir því nafni. Eftir það koma út margar útgáfur undir mörgum nöfnum. Ég gerði t.d. plötu með Epic Rain fyrir tveimur árum, plata með Óla Nores graffara úr TMC við kölluðum okkur „Alpha Species.“ Ég er líka búinn að vera að gera fullt af „side projects“ með erlendum gaurum, gerði einnig tónlist í einhverjar stuttmyndir og heimildarmyndir þannig það er búið að vera nóg að gera.

www.beatmakintroopa.bandcamp.com

 

Er Stereo Hypnosis þitt aðal project í dag?

Það kom út Best Off plata með Beatmakin Troopa í seinasta mánuði vegna tíu ára starfsafmæli Troopa. Á henni er um tuttugu og fimm lög, ég er búinn að setja hann á hilluna í bili þannig já ég mundi segja að Stereo Hypnosis sé mitt aðal í dag, en svo var ég líka að byrja á nýju verkefni sem kallast „Ambátt.“ Það er ég og Þorkell Atlason tónskáld og við spiluðum okkar fyrsta gigg í Berlín í sumar, erum einnig á Airwaves í ár og það er plata á leiðinni á næsta ári. Þannig það er þetta tvennt sem ég er að vinna í núna

www.stereohypnosis.bandcamp.com

 

Triangle Productions

Ég og Jói Rain vorum með útgáfufyrirtæki sem hét Triangle Productions. Sú útgáfa var mikið í kringum stúdíóið sem við vorum með á Hverfisgötu. Triangle Productions gaf út fullt af plötum en það leið undir lok ársins 2010. Ég og Epic Rain fórum í sitthvora áttina eins og gerist oft. Ég fór meira í raftónlistina og hann fór í það sem hann er að gera sem er svona Hip Hop Folk tónlist.

Stereo Hypnosis – Live at Hillside Festival Canada

Hvernig kom Exstreme Chill ævintýrið til

Árið 2006 var ég og pabbi að gera mix diska með fólki sem hafði sent okkur lög og settum það á Soundcloud. Vorum að reprisenta svolítið þennan heim því það eru ekkert allir sem vita af honum. Það eru til svo margir artistar sem enginn veit af sem eru alveg geggjaðir! Við gáfum út Volume 1 á þorláksmessu árið 2007. Við vorum þá með kvöld á 22 þannig það var byrjunin. Ári seinna byrjuðum við með Exsrteme Chill kvöld á Hemma og Valda þar sem við vorum að kynna íslenska raftónlist, en færðum okkur svo yfir á Kaffibarinn. Við feðgarnir vorum að vinna í upptökum á plötu númer tvö sem ber heitið „Hypnogogia á Hellisandi“ og vorum þar oft að taka upp og árið 2009 vorum við þar og fórum út til að fá okkur ferskt loft. Við löbbum framhjá félagsheimilinu Röst ásamt Guðrúnu og Ally og þar var ball í gangi þannig við droppum inn og verðum alveg hugfangnir af staðnum. Við ákváðum að vera með útgáfutónleika þar árið 2009 með plötuna Hypnogogia. Við fengum nokkra til að spila á þessum tónleikum Jóhann Eiríkson & Snorra Ásmundsson, Ruxpin og DJ Andre svo fátt sé nefnt. Við bjuggumst alls ekki við að einhver mundi koma alla leið frá Reykjavík en það komu um 150 manns. Þetta var svo mikið og skemmtilegt ævintýri að árið eftir ákváðum við að gera bara festival í kringum þetta þannig árið 2010 verður fyrsta „Exstreme chill festival Undir Jökli“ á Hellisandi. Festivalið var á Íslandi árin 2010, 2011, 2012 og 2013 en svo fluttum við fjölskyldan út til Berlínar og tókum festivalið með okkur. Við héldum upp á fimm ára afmælið úti í Berlín. Ég var með mánaðarleg kvöld í Berlín svona „showcase kvöld“ sem er upphitun og kynning fram að hátíðinni 4-6 Júlí. Það gekk mjög vel, það voru átján íslensk bönd sem komu út og spiluðu ásamt erlendum legendum t.d. Thomas Fehlmann úr Orb, Mixmaster Morris & Hans-Joachim Roedelius. það verður annað festival í Berlín í mars og svo undir jökli í ágúst, semsagt tvö festivöl á ári. Festivalið í Berlín er í samstarfi við festival sem heitir X Jazz Festival sem er svona exsperimental jazz festival. Það var mjög skemmtilegt hvernig það slisaðist til að hitta þá gæja en þeir eru smá íslandsvinir, aðal gæinn sebastian Studnitzky en hann er algjört legend í Berlín og víðar en hann tengist mikið íslensku jazz senunni. Hann gefur út t.d. ADHD, Samma Big Band og Mezzoforte og er einn af stofnendum Jazzanova. Útgáfufyrirtækið heitir Contemplate.

www.extremechillfestival.com

Stereo Hypnosis túra mjög mikið er það ekki?

Jú mjög mikið. Við förum alltaf einhverjar ferðir á hverju ári og höfum gert síðan 2009. Við höfum spilað á mörgum stórum hátíðum um allan heim og erum komnir með mjög gott follow og erum búnir að kynnast mjög mikið af góðu fólki sem hefur hjálpað mjög mikið með Exstreme Chill og allt þetta fólk sem er búið að vera að spila t.d. Biosphere, Mixmaster Morris, Solar Fields og fleiri æðislegir artistar og þetta byggir upp mjög góð sambönd.

Extreme Chill Festival – Berlin

Er ekkert mál að fá þessa erlendu artista?

Jú það getur verið mikið mál. Maður byrjar bara á því að heyra í þeim svo verða þetta bara vinir manns, eins og Mixmaster Morris er búinn að spila þrjú ár í röð.

Hvað er framundan hjá Stereo Hypnosis?

Það kom út plata fyrir nokkrum dögum sem heitir „Morphic Ritual“ og hún er svolítið öðruvísi en allar hinar, hún er meira live og ekki mikið notast við tölvur og planið er að halda því áfram. Við erum ekki lengur bara tveir, hann Þorkell Atlason er kominn inn í þetta sem ég er akkúrat að vinna með í Ambátt. Platan kom fyrst út á netinu og er búin að fá mjög góðar viðtökur og góða dóma en kom svo loks út á disk fyrir nokkrum dögum. Svo er gaman að segja frá því að við verðum með Extreme Chill Showcase á Airwaves núna í Nóvember og stefnum við á að hafa þetta flottasta showið okkar frá upphafi á Airwaves. Við verðum í Hörpunni, nánar tiltekið í Kaldalóni á Miðvikudeginum frá 20:00 til 01:00 og þetta er opnunardagurinn á hátíðinni í ár. Við gerum þetta í samstarfi við Kanadíska label-ið góða Yatra Arts sem stór vinur okkar hann Praveer stjórnar.

Hvernig er að vera með pabba sínum í hljómsveit?

Það er bara frábært! Ekki nóg með það að hann sé pabbi minn en við erum líka bestu vinir, stundum svolítið erfitt ( hlátur ) en nei ég meina ef hann hefur rétt fyrir sér er erfitt að breyta því. Ef ég fer eitthvað að rífa kjaft er það bara „þegiðu vinur“ eða „þegiðu sonur“ (Hlátur). En annars erum við alltaf fljótir að vinna út úr því ef eitthvað ósætti kemur upp. Þetta er aldrei neitt alvarlegt, bara meira svona „father and son kósí dæmi.“

Pan

Að lokum, hvernig var að vera búsettur í Berlín?

Það var alveg æðislegt. Konan var í námi og litli guttinn í leikskóla og ég að græja og gera á fullu. Munum pottþétt flytja aftur út. Þetta er örugglega besti tími lífs míns.

Comments are closed.