PÁLL ÓSKAR TRYLLTI LÝÐINN Í HÖLLINNI

0

Páll Óskar kom fram á tveim heljarinnar tónleikum á laugardginn sem leið 30. Desember. Óhætt er að segja að öllu var til tjaldað en Páll Óskar er kóngurinn eða jafnvel drottningin þegar kemur að glisi, partýi og stuði! Palli söng öll sín bestu lög frá árinu 1991 til 2017. Honum til halds og traust var fimm manna hljómsveit og hvorki meira né minna en sextán dansarar.

Engu var til sparað og var umgjörð tónleikana vægast sagt glæsileg! Til að mynda var sviðið sérsmíðað inn í nýju Laugardalshöllina og skartaði Palli allskonar ógleymanlegum búningum! Trylltir tónleikar sem fara vel í sögubókina!

Ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson kíkti á tónleikana og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is

Skrifaðu ummæli