OYAMA OG TILBURY TÓNLEIKAR FÖSTUDAGINN 6. FEBRÚAR

0
Tónleikar


Hljómsveitin Oyama er hægt og rólega að rísa úr dvala eftir annasama haustmánuði árið 2014. Auk þess að fara í tónleikaferð til Japan gaf sveitin út plötuna Coolboy í nóvember sem hlaut frábærar viðtökur og var inni á langflestum topplistum íslenskra miðla, auk þess sem lagið „Siblings“ var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
AnotherDay
Nú blása Oyama til tónleika ásamt hljómsveitinni Tilbury og fara herlegheitin fram 6. febrúar á Húrra. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og kostar 1500 kr inn. Sjá facebookviðburð hér.
Í viðhengi má finna plakat fyrir viðburðinn, hannað af Hugleiki Dagssyni.
Af þessu tilefni hafa Oyama ákveðið að gefa áhugasömum lagið „Another Day“ af plötunni Coolboy sem frítt niðurhal á bandcampsíðu sinni. Laginu má hlaða niður hér og er umslag þess í viðhengi, Bergur Thomas Anderson bassaleikari sveitarinnar hannaði.

Comments are closed.