OYAMA HERJAR Á BANDARÍKIN OG BRETLAND

0

Reykvíska sveimrokk-sveitin Oyama heldur á tónleikaferðalag um Bandaríkin og Bretland í byrjun mars og mun hita upp fyrir bandarísku indírokk-sveitina Foxing á níu tónleikum. Ferðin hefst í Pittsburgh og liggur svo leiðin til Philadelphiu, New York og Boston og þar næst til Skotlands en ferðin endar í London eftir nokkur stopp víðsvegar um Bretlandi.

Oyama ætlar að hita upp fyrir ferðina með tónleikum á skemmtistaðnum Húrra, þann 25. febrúar, ástamt hljómsveitinni Stroff. Það kostar 1500 kr inn og húsið opnar kl 21:00

Facebook viðburðinn má skoða hér.

Skrifaðu ummæli