OVERGROUND ENTERTAINMENT BLÆS TIL HELJARINNAR RAPP TÓNLEIKA Á GAUKNUM

0

overground

Overground Entertainment mun halda sína aðra tónleika á Gauknum Laugardaginn 10. september. Fram koma: Valby Bræður, Krakk & Spaghettí, Holy Hrafn, Rímnaríki,KrisH og  DJ Bricks sér um skífuþeytingar. Einnig verður svokallað open mic en þá má hver sem er grípa í míkrafóninn og láta í sér heyra.

Overground Entertainment hélt sitt fyrsta kvöld í síðasta mánuði þar sem m.a. Alexander Jarl og Þriðja hæðin komu fram auk þess sem enginn annar en Gísli Pálmi kom fólkinu á óvart með leynigestainnkomu.

Það má búast við heljarinnar veislu næstkomandi laugardagskvöld!

Húsið opnar kl 21.00 og hefast tónleikarnir stundvíslega kl 22:00 og kostar litlar 1.000 kr inn!

Hér má sjá viðburðinn á Facebook https://www.facebook.com/events/140796643035144/

Comments are closed.