Óvænt plata frá Gísla Pálma!

0

Rapparinn umdeildi Gísli Pálmi var að senda frá sér fimm laga Ep plötu sem ber heitið Frost en platan kemur mörgum töluvert á óvart þar sem lítið hefur farið fyrir kappanum að undanförnu. Gísli Pálmi kom eins og stormur inn í Íslenskt tónlistarlíf með lögum eins og „Set mig í gang” og „Ískaldur” svo sumt sé nefnt.

Platan er vægast sagt þétt en rapparinn Tiny kemur einnig fyrir á plötunni og það í laginu „Peningar.” Hér er alvöru Íslenskt bófarapp á ferð og ekkert annað í stöðunni en að droppa buxunum “low” og hlýða á gripinn!

Skrifaðu ummæli