ÓÚTGEFIÐ EFNI SEM FÆR HJARTAÐ TIL AÐ SLÁ HRAÐAR

0

Íslenska plötuútgáfan Nonyobiz Records var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt mix sem ber heitið „Dancing With The Hidden People.” Mixið er hratt og hrátt og inniheldur teknó tónlist í hæsta gæðaflokki!

Í mixinu má heyra óútgefin lög með listamönnum eins og Hidden People og Exos ásamt fleiri útgefnum gersemum. Hér er á ferðinni afar hresst og þétt mix sem á svo sannarlega eftir að fá hjartað til að slá hraðar!

Skrifaðu ummæli