OTTOMAN SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ PERFECT WAY GO

0

ottoman 1

Síðasta laugardag gáfu Ottoman út sinn fyrsta single af næstu plötu. Lagið heitir „Perfect Way to Go“ og er stuttur og þéttur rokkslagari með mikilli keyrslu og grípandi söng.

Ottoman hefur starfað í rúmt ár og er bandið mannað af fjórum drengjum úr Reykjavík. Þeir gáfu út sína fyrstu EP plötu Heretic í febrúar síðastliðin og hafa verið duglegir að koma fram á tónleikum allt frá upphafi. Þar hafa þeir deilt sviði með böndum eins og Dimma, Bömbers, Sniglabandið svo eitthvað sé nefnt.

Næst á döfinni er mikil tónleika spilamennska í sumar og undirbúningur fyrir næstu plötu.

Heretic (EP):

Soundcloud:

 

 

Comments are closed.