ÓTRÚLEGT SNJÓBRETTAMYNDBAND FRÁ NESKAUPSTAÐ

0

snjobretti

Snjóbrettakappinn Rúnar P. Hjörleifsson var að senda frá sér brakandi ferskt myndband sem kallast „X 16/15 Winter.“ Eins og nafnið gefur til kynna er myndbandið samansafn af klippum frá síðastliðnum vetri og óhætt er að segja að kappinn hafi verið í stuði!

snjobretti-2

Myndbandið er allt tekið upp á Neskaupstað og af myndbandinu að dæma er alls ekki slæmt að renna sér á bretti þar, enda einstaklega fallegt! Nú er veturinn genginn í garð og ætla Rúnar og félagar hans að toppa þann liðna.

Skellið á play og njótið, en þetta ætti að koma áhugasömum í gírinn fyrir komandi átök!

 

Comments are closed.