OSUNLADE KEMUR FRAM Á PALOMA Í KVÖLD

0
osunlade 2

Osunlade

Það verður sannkallað stuð á skemmtistaðnum Paloma í kvöld þegar Sunnudagsklúbburinn snýr aftur eftir vetrardvala með sannkallaða bombu og tekur upp þráðinn frá því sem frá var horfið.

Dj Yamaho

DJ Yamaho

Sunnudagsklúbburinn kynnir með heiðri DeepAfroHouse tónlistarstefnunnar, sjálfum Osunlade.

Osunlade kemur frá Missouri í N-Ameríku, en er með höfuðstöðvar sínar í New York þessa dagana þar sem hann rekur hina mætu Yoruba plötuútgáfu. Aðalsmerki útgáfunnar er djúp hústónlist undir áhrifum frá Afríku sem býr yfir einstökum keim af andlegri upplifun og mikilli sál.

Ásamt Osunlade mun Dj Yamaho og sjálfur formaðurinn sjá um stuðið eins og þeim einum er lagið!

Fólk er beðið um að skilja stæla og annan óþverra eftir heima.

Stuðið byrjar kl 20:00 og er frítt inn.

Comments are closed.