ÖSP ELDJÁRN TEKUR UPP PLÖTU Í LONDON OG SENDIR FRÁ SÉR TVÖ NÝ LÖG

0

ÖSP

Tónlistarkonan Ösp Eldjárn hefur verið iðin við tónlistarsköpun að undanförnu en daman er um þessar mundir að taka upp plötu í London þar sem hún er búsett. Nú þegar hafa verið tekin upp fjögur lög af tíu og fara upptökurnar fram í Café Studios en fréttir herma að meistari Brian Eno sé þar tíður gestur.

ÖSP 2

Fyrir skömmu sendi Ösp frá sér lögin „Tree Without A Root“ og „Bak Við Fossinn“ og eru þau bæði tekin af væntanlegri plötu. Ösp er einstaklega hæfileikarík tónlistarkona en hún safnar nú fyrir plötunni á Karolina Fund og mælum við eindregið með því að fólk kynni sér það nánar.

 

 

Comments are closed.