„Óskin er að stækka senuna ennþá meira og koma okkar hljóði út í heim.“

0

Um helgina verður heljarinnar partý á skemmtistaðnum Paloma en þar mun Sync Nationz leggja undir sig staðinn alla helgina! Sync Nationz stendur einfaldlega fyrir það að sameina klúbba á Íslandi. Í þetta skiptið er það Berlín sem kemur yfir í heimsókn með mjög hæfileikaríkum plötusnúðum og tónlistarmönnum á báðum hæðum alla nóttina. Þessi viðburður er frír fyrir alla sem vilja kynnast klúbbamenningu Berlínar á Íslandi. Helgin er í höndum Ezeo í góðu samstarfi með Paloma. Megin ástæða fyrir þessum viðburði er að koma Íslenskri underground menningu meira á kortið með erlendum listamönnum.

„Ísland er fullt af frábæru fólki sem hefur heims klassa sound og heldur uppi mjög öflugri jaðar menningu. Óskin er að stækka senuna ennþá meira og koma okkar hljóði út í heim .“

Þeir tónlistarmenn sem Paloma hefur verið að hýsa eru yfir sig ánægðir með okkar klúbbamenningu og hafa sýnt mikinn stuðning erlendis.

Föstudagur:

Frá Nýja Sjálandi er DJ Philippa með gólfið uppi á efri hæð Paloma. Philippa býr núna í Berlín þar sem hún kennir upprennandi tónlistarmönnum. Í heimalandi sínu stóð hún fyrir gríðarlega vinsælum hús partíum sem ennþá ganga í dag meðan hún er utan landsteina sinna. Sjálf er hún að ferðast milli þessa að kenna og að spila á festivölum og klúbbum. Hún á frábært safn af vínyl sem ezeo kynntist vel á tveimur giggum sem hann fór á. Það er bullandi sál og stemning í Philippu og hún elskar að spila fyrir fólk.

Beint í flug með henni kemur Johnny Disco alvitur húsmaður með mönnum. Staðsettur í Berlín þar sem hann er í tónlistarnámi. Hann er einnig partur af Equations sem er raftónlistar hópur í Berlín og spilar á OHM klúbbinum fræga sem er í eigu Tresor. Það verður enginn svikinn með persónuleika hans Johnny Discos þar sem hann verður partur af fólkinu þegar hann spilar. Hann mun hita gólfið upp fyrir DJ Philippu, og er alls ekki upphitun sem dansþyrstir vilja missa af.

Í kjallaranum verður einnig full dagskrá báða dagana. KC Wray (Inner circle records / Gun Pwdr) er Bandaríkjamaður staðsettur í Berlín. Hann flýgur inn á föstudeginum til að spila í kjallaranum. KC Wray er að túra með Kevin Knapp í 5 vikur í sumar og spilar í Berlín og í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir að koma á undan þeim túr til Íslands. Á undan honum er Himinbriminn úr útvarpsþættinum Underworld að sjá um gólfið með eðal húsi. Underworld er útvarpsþáttur sem kynnir allar hliðar af rafmagnstónlist og hefur hann verið í loftinu í þrjú ár í stjórn Himinbrima.

Laugardagur:

Kevin Knapp (Hot Creations / Crosstown Rebels) er þegar orðinn viðukennt afl sem frábær tónlistarmaður og plötusnúður og hefur unnið með listamönnum eins og Jamie Jones, Pete Tong, Seth Troxler, The Martinez Brothers, Claude Vonstroke, Patrick Topping & Hannah Wants. Hann er mjög spenntur fyrir Íslands dvölinni og að hjálpa við að koma senunni okkar meira á kortið í heiminum.

Upphitun fyrir Kevin Knapp er í höndum Ezeo (DeepWit Recordings / The Purr) B2B KrBear. Báðir eru tónlistarmenn og plötusnúðar úr ViBES hópnum sem þeir stofnuðu ásamt þremur öðrum. ViBES Collective er með útvarpsþátt alla fimmtudaga síðustu þrjú ár á Kiss Fm Xtra frá 19-21. ViBES meðlimir hafa verið mjög áberandi í næturlífinu þar sem þeirra ást er tónlist og gott vibe. Ezeo gaf út Deep House EP í desember og önnur að koma í sumar. Krbear er einnig að vinna að sinni EP plötu og munu báðir spila efni eftir sig.

Í kjallaranum er Sara með sitt solo kvöld. Hún er með mikla hús sál og áhuginn á tónlist ferðast beint inn í eyru dansþyrsta gesta. Sara hefur verið mikill stuðningsbolti senunar á Íslandi og stíllinn hennar og val sýnir það augljóslega á laugardaginn. Mættu snemma til að fá upplifun af hennar ferðalagi.

Skrifaðu ummæli