ÓSK SPILAR Í HÖRPU MÁNUDAGINN 17. NÓVEMBER KL 20:00

0

310156_298113530214130_2013446307_n


 

Ósk er ung söngkona og lagasmiður sem að hefur ekki verið að hafa sig mikið í frammi hér á skerinu, en hefur túrað stíft um Evrópu og Ameríku síðastliðin sumur með tvíeykinu Brynju & Ósk. Þær hafa gert það gott til dæmis í ríkisútvarpsstöðvum Slóvakíu og Rúmeníu. Ósk hefur verið tengd Bombay Bicycle Club í einhver ár, en hún hitaði upp fyrir þá með Mukkaló þegar þeir spiluðu hér á landi síðast og þær stöllur Brynja & Ósk tróðu upp sem bakraddarsöngkonur þeirra á tónleikum í Amsterdam og Brussels í sumar.

Ósk kemur fram sem upphitun fyrir Bombay Bicycle Club í Silfurbergsal Hörpu Mánudaginn 17. Nóvember næstkomandi kl. 20, og verður með henni frítt föruneyti undirleikara. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að láta  þessa einlægu ungu stúlku heilla þig upp úr skónum með brothættum ljúfum tónum sínum á stærstu tónleikum á ferli hennar til þessa.

http://midi.is/tonleikar/15/843>

Ósk is an aspiring young singer/songwriter who’s been rather shy about tooting her own horn locally, but has toured Europe and the US extensively for the last couple of summers with her duo Brynja & Ósk. The girls have, among other things, performed on national radio in Slovakia and Rumenia. Ósk has been tight with Bombay Bicycle Club for some years, as she opened for them with her old band Mukkaló when last the played here, and sang backing vocals along with her mate Brynja at their Amsterdam and Brussels shows this past summer.

Ósk will be opening for Bombay Bicycle Club at Harpa’s Silfurberg auditorium this coming Monday November 17th at 8 in the evening, along with a select cohort of supporting musicians. Don’t miss this unique opportunity to be swept away by this sincere young girl.

http://midi.is/tonleikar/15/843>

 

Comments are closed.