„ORRI SNAKKAR“ LIFIR ALFARIÐ FYRIR SNAKK

0

snakk-2

Orri snakkar er ný vefsería frá Subbuverinu, byggð á hinu sívinsæla hashtaggi #orrisnakkar. Nýr þáttur fer í loftið á hverjum fimmtudegi. Tveir þættir eru þegar komnir á netið og næsta fimmtudag, 22.desember, er væntanlegur sérstakur jólaþáttur sem mun koma jafnvel kaldrifjaðasta Skröggi í sannkallað jólaskap. Fyrir Subbuverinu standa Orri Snær Karlsson og Gunnjón Gestsson.

Orri var eitt sinn í Öryrki.is hópnum sem gerði bráðfyndna og hárbeitta „sketcha“ um viðhorf samfélagsins til fatlaðra, en Gunnjón var fimmti fyndnasti maður Íslands árið 2012.

snakk

Orri snakkar eru leiknir grínþættir en teknir upp í grófum vídeó-blogg stíl með tilheyrandi lágum mynd- og hljóðgæðum. Aðalpersónan er Orri Karl Sævarsson, hliðarsjálf Orra, sem virðist lifa alfarið fyrir snakk og er því með gríðarlega sterkar skoðanir á snakktengdum málefnum. Honum til halds og trausts er ónefndur húsþræll sem segir aldrei orð en þjónar meistara sínum í einu og öllu.

Í þáttunum smakkar Orri margskonar snakk og dæmir það auk þess sem hann gefur góð ráð um það hvernig best sé að neyta og njóta snakks.

Hér fyrir neðan má sjá þættina tvo sem komnir eru:

Skrifaðu ummæli