ÓREGLA SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ SNOWFLAKE AF VÆNTANLEGRI PLÖTU SVEITARINNAR

0

ÓREGLA

Hljómsveitin Óregla hefur verið að vinna að plötu að undanförnu og er nú búið að senda afraksturinn í masteringu. Óregla spilar að eigin sögn „snarbilaða fusion músík“ eins og þú hefur aldrei heyrt hana áður og er tónlistin kærkomin viðbrigði við grámyglulegan hversdagsleikann.

Hljómsveitin hefur verið iðin við spilamennsku að undanförnu og eru allir sammála um það að Óregla sé eitt af betri live böndum sem finnst á klakanum!

´pregla 2
Óreglumenn eru: Daníel Þ. Sigurðsson/trompet, Helgi Rúnar Heiðarsson/tenór saxófónn, Björgvin Ragnar Hjálmarsson/tenór saxófónn, Óskar Kjartansson/trommur, Jóhann Guðmundsson/gítar, Andri Guðmundsson/bassi, Kolbeinn Tumi Haraldsson/hljómborð og Höskuldur Eiríksson/trommur og slagverk.
Fyrsta smjörþefinn af væntanlegri plötu má heyra hér en það er lagið Snowflake.“

Comments are closed.