THE ORB SPILAR Á ÍSLANDI!

0

Hljómsveitin The Orb kemur til landsins og heldur tónleika á Extreme Chill tónlistarhátíðinni. The Orb er ein virtasta raftónlistar hljómsveit heims en hún var stofnuð árið 1988 í London af Alex Paterson og Jimmy Cauty. Kapparnir byrjuðu sem plötusnúðar og spiluðu þeir iðulega Ambient og Dub tónlist en aðal áhrifavaldar þeirra eru listamenn eins og Kraftwerk og Brian Eno.

Extreme Chill hátíðin fer fram 7 – 9 Júlí næstkomandi og er hátíðin í fyrsta skipti haldin í Reykjavík. The Orb koma fram á skemmtistaðnum Húrra laugardagskvöldið 8 Júlí en forsala hefst í dag á Miði.is

Enginn sannur unnandi raftónlistar ætti að láta þennan einstaka viðburð framhjá sér fara, Sjáumst á Húrra!

http://www.extremechill.org

Skrifaðu ummæli