ORA BAUNIR VEITA ÍSLENSKU HJÓLABRETTAFYRIRTÆKI INNBLÁSTUR

0

mold brettin 1

Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards (sem slóg rækilega í gegn með svokallaða Lilla brettinu) var að skella glænýjum brettum á markað! Það sem hefur vakið mesta athygli er að eitt brettið er Keimlíkt Grænu baununum í dós frá Ora! Það kannast allir Íslendingar við Ora baunir enda flest allir Íslendingar aldnir upp með þessum fallegu dósum.

ora

Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Ómar Örn Hauksson átti hugmyndina af herlegheitunum en dágóður tími fór í hönnunina. Í stað bauna má sjá græn hjólabrettadekk en það þurfti að skella þeim í þrívídd til að þetta kæmi sem best út. Trausti Skúlason eða Kez One eins og margir þekkja hann er einn fremsti graffiti listamaður landsins en hann á heiðurinn af þessum fallegu þrívíddar dekkjum!

Brettin verða ekki fáanleg í neinum verslunum og er fólki bent á að hafa samband á albumm@albumm.is eða í síma 612-9150 eða á Mold Skateboards á Facebook. Brettin komu í takmörkuðu upplagi og koma í öllum stærðum. Eins og myndin hér að ofan sýnir koma brettin með þreumur mismunandi myndum Ora, Mold og svokallað Chrome.

Brettin kosta aðeins 12.900 kr, fyrstur kemur fyrstur fær!

 

 

Skrifaðu ummæli