OPNUNARTÓNLEIKAR MÚLANS MEÐ TRÍÓ AGNARS MÁS MAGNÚSSONAR

0

Version 4

Tríó Agnars Más Magnússonar opnar spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, miðvikudaginn 28. september. Leikin verður ný og eldri frumsamin verk eftir Agnar, meðal annars af nýútkomnum geisladiski hans, Svif sem hlotið hefur lofsamlega dóma. Meðlimir tríósins auk Agnars eru Scott McLemore trommuleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari. Svif er fyrsti trio diskur Agnars í 7 ár en síðast kom út Kvika árið 2009. Áður hafa komið út 01 og Láð, en einnig hefur Agnar gefið frá sér Hyl sem er einleiksspunaverk.

Version 2

Spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 11 tónleikum til 7. desember sem fram fara flest miðvikudagskvöld á Björtuloftum, Hörpu. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar ásamt nokkrum erlendum gestum koma fram í dagskrá haustsins, m.a. Tómas R Einarsson, Sigurður Flosason, Einar Scheving, Þorgrímur Jónsson, Ari Bragi Kárason, Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal og Jóel Pálsson ásamt Peter Tinning og bandarísku goðsagnarinnar, bassaleikaranum Chuck Israels.

Múlinn er á sínu 20. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.