OPNUNARHÓF RIFF FÓR FRAM VIÐ MIKINN FÖGNUÐ Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

0

Úr kvikmyndinni Vetrarbræður.

Undanfarin ár hafa nemendur úr Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólanum við Ármúla unnið myndbönd samhliða kvikmyndahátíðinni RIFF. Í ár mun Albumm.is birta afrakstur vinnu þeirra. Hér gefur að líta fyrsta innslagið frá opnunarkvöldi RIFF.

Frumsýning á Vetrarbræður var opnunarmynd RIFF 2017 og opnunarhóf fór fram við mikinn fögnuð í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi. Athöfnin fór fram samhliða opnun á sýningu franska listamannsins Pierre Coulibeuf. Dagur B. Eggertson borgastjóri opnaði hatíðina með ræðu og leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir flutti árlega hátíðargusu kvikmyndagerðamanna. Mikið fjör var í húsinu en Styrmir Hansson þeytti skífum, Erna Ómars sá um gjörningarlist og gestirnir gæddu sér á Jameson kokteilum fram eftir kvöldi.

Nánari upplýsingar á minna á Riff.is

Skrifaðu ummæli