OPEN CALL FYRIR PLAN-B ART FESTIVAL

0
Plan-B OPEN CALL
Plan-B art festival hefur formlega opnað fyrir umsóknir listamanna fyrir hátíðina! Plan-B er listahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn í Borgarnesi og nágrenni helgina 12. –14. ágúst og verða mörg helstu kennileita bæjarins að sýningarrýmum á meðan á hátíðinni stendur. Sérstök áhersla verður lögð á samtímalist og fjölbreytilega birtingarmynd listarinnar með notkun ólíkra miðla. Bæði verður tekið við fullbúnum hugmyndum sem og hugmyndum á byrjunarstigi. Mikilvægt er að hægt sé að aðlaga verkin og vinna inn í þau fjölbreyttu sýningarrými sem standa til boða.
PLANB
„Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Myndlistarsjóði og Arion banka. Styrktaraðilar okkar gera okkur kleift að stuðla að fjölbreyttu og áhugaverðu menningarlífi á Vesturlandi, skapa nýjan vettvang myndlistar að ógleymdum þeim mikilvæga þætti að greiða listamönnum laun fyrir þátttöku í hátíðinni.“ – PLAN-B
Staðfestir listamenn eru þau Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf Logadóttir og Rakel McMahon.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar inn á heimasíðu Plan-B Art Festival: www.planbartfestival.is.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á planb@planbartfestival.is

Comments are closed.