ÖNNUR LOTA SÝNINGARINNAR „MEÐVIRKNI“ OPNAR Í DAG Í HARBINGER

0

Sara Björg

Í dag kl 17:00 opnar önnur lota sýningarinnar „Meðvirkni,“ undir stjórn Hildigunnar Birgisdóttur. Að þessu sinni eru það Hrefna Sigurðardóttir, Klængur Gunnarsson og Sara Björg sem að sýna undir titlinum Ókei.

klængur gunnarsson

Klængur Gunnarsson

Meðvirkni er samsýning undir margföldunaráhrifum sem ætlar sér að þenja út sýningarformið og ljá því tilfinningalega spennu. Sýnendum fjölgar eftir því sem líður á sýningartímann, þar sem listamennirnir vinna eftir ströngu kerfi; efnistök eru frjáls en samfélagskvaðirnar miklar.

hrefna sigurðardóttir

Hrefna Sigurðardóttir

Sýningarröðin er tilraunaverkefni Harbinger, Hildigunnar Birgisdóttur (sýningastjóra) og 20 listamanna. Meðvirkni hagar sér eins og óþolandi keðjubréf sem bannað er að slíta. Sýningar opna á viku fresti og hver hópur verður að koma að sýningunni sem fyrir er og vinna hana áfram.

Sýningin er opin frá laugardegi til miðvikudags á milli 14 – 17  og eftir samkomulagi.

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.

Comments are closed.