ONE WAY TICKET TIL BARCELONA OG LÍFIÐ ALDREI VERIÐ BETRA

0

Hjólabrettakappinn Sigurður Rósant eða Rósi eins og hann er oftast kallaður er einn helsti skeitari landsins en hann var að droppa ekki einu heldur tveimur eldheitum myndböndum! Fyrir skömmu flutti Rósi til Barcelona á Spáni til að lifa drauminn, sem er að renna sér á hjólabretti að atvinnu.

Að sögn Rósa hefur hann aldrei verið hamingjusamari enda varla annað hægt þegar sólin skín skært og brettið leikur við fæturnar. Rósi er á mála hjá Íslenska hjólabrettafyrirtækinu Mold Skateboards en að sögn fyrirtækisins eru bjartir og spennandi tímar framundan, fylgist með!

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin góðu!

Skrifaðu ummæli