ÖMURLEGT LÍF EF BAKKUS VERÐUR LÍFSFÖRUNAUTUR NÚMER EITT

0

mikael

Tónlistarmaðurinn Mikael Tamar Elíasson var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Róninn.“ Lagið fjallar um það ömurlega líf sem bakkus er fær um að veita manni ef hann verður lífsförunautur númer eitt.

Texti lagsins er einkar flottur en þar fangar Mikael stemmingu rónans á fullkominn hátt! Myndbandið sýnir einmanna strák sem er klárlega að glíma við sína djöfla og er það greinilegt að þetta er ekki skemmtilegt líf!

Comments are closed.