ÓMÓTSTÆÐILEGUR HRINJANDI OG TÖFF HLJÓMUR

0

sig

Tónlistarmaðurinn góðkunni Jónas Sig var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt lag en það ber heitið Vígin Falla. Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar hafa komið víða við og hafa átt ófáa smellina undanfarin ár. Hafið er svart, Hleypið mér út úr þessu partýi og Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá eru öll lög sem hafa hljómað á öldum ljósvakans og hafa eflaust margir dillað sér í tagt við ómótstæðilegann hrinjandann!

sig-2

Vígin Falla er hresst og skemmtilegt lag og með afar góðu grúvi! Jónas er einkar laginn textasmiður og hefur hann virkilega gott eyra fyrir grípandi laglínum og flottum hljóm! Hér er á ferðinni frábært lag, hækkið í botn og njótið!

Einnig var kappinn að opna glæsilega heimasíðu en hana má skoða hér

Skrifaðu ummæli