OMOTRACK VINNUR AÐ SINNI FYRSTU PLÖTU OG ER MEÐ SÖFNUN Á KAROLINA FUND

0

MONOTRACK 1

Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir skipa hljómsveitina Omotrack en þeirra fyrsta plata er á næsta leiti. Drengirnir ólust upp í Eþíópíu, meðal annars á stað sem heitir Omo Rate en þaðan kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar. Erfitt er að skilgreina tónlistarstefnu Omotrack en heyrst hafa ýmsar tillögur t.d. eins og Raf-popp, Raf – Indie, Lo-fi raf-rokk og lengi mætti telja.

OMOTRACK 2

Fyrsta plata sveitarinnar er í vinnslu en hún ber nafnið Mono & Bright. Platan verður unnin á faglegan hátt og allt eru þetta frumsamin lög og textar eftir bræðurna.

Mikið af hæfilekaríku fólki kemur að plötunni og má þar helst nefna Grímu Katrínu Ólafsdóttur á trompet, Gunnar Kristinn Óskarsson á Trompet, Pétur Örn Jónsson á tenór saxófónn og Jónas Sturla Gíslason, hljóð og tæknimaður.

OMOTRACK 3

Með hverju lagi plötunnar mun fylgja grafískt listaverk þannig myndar þetta skemmtilega blöndu af myndlist og tónlist.

Verkefnið er farið af stað í samstarfi við Karolina Fund. Þar getur hver sem er keypt plötuna fyrirfram og þannig styrkt verkefnið.

Comments are closed.