ÓMKVÖRNIN 2017 UPPSKERUHÁTÍÐ TÓNLISTARDEILDAR LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS

0

omkvornin

„Ómkvörnin“, uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands verður haldin hátíðleg í níunda sinn 13. og 14. janúar nk. Hátíðin er haldin í lok hverrar annar þar sem tónverk eftir nemendur tónsmíðadeildar eru flutt af flytjendum úr tónlistardeild.

Alls verða flutt yfir 30 verk eftir 29 tónskáld úr bæði bakkalár- og meistaranámi . Nánast öll tónlistardeild tekur þátt í hátíðinni sem er einn stærsti viðburður skólans ár hvert. Mikil fjölbreytni er í dagskránni og því ættu allir áhorfendur að fá eitthvað fyrir sinn snúð.  Hátíðinni er skipt í ferna tónleika sem hafa ákveðið þema hver:

MIX – Kammerverk. 13. jan kl 18.  

DUX –  Sólóverk. 13. jan kl. 21. 

AUX – Raf- og tilraunaverk. 14. jan kl. 13

VOX – Söngverk. 14. jan kl. 16

Allir tónleikar fara fram í Kaldalóni, Hörpu og er aðgangur ókeypis.

Skrifaðu ummæli