OMG OMG OMG – Nýtt myndband við lagið „OMG”

0

Í gær gáfu félagarnir Floni, Birnir & Joey Christ út myndband við nýja lagið þeirra „OMG.“ Lagið sem er hreinasti BANGER kemur líka úr taktsmiðju Marteins BNGRBOY sem virðist gera fátt annað en að setja saman óþolandi góða takta.

Joey Christ

Hina piltana þrjá þarf varla að kynna fyrir lesendum en þeir hafa upp á síðkastið stimplað sig sterkt inn í rapp senu landsins. Joey Christ vann Rapp & Hip Hop plötu ársins 2017 fyrir plötuna sína Joey, Flóni gaf líka út samnefnda plötu í lok síðasta árs sem hlaut mjög góðar viðtökur & Birnir sem steig sín fyrstu skref í útgáfu með góðum stuðning frá Sticky Records hefur á stuttum ferli send frá sér nokkur góð lög eins og til dæmis Út í geim og Já ég veit.

Flóni

Myndbandið við OMG er hressandi og sýnir strákana sprella saman í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum, Skypark og Skemmtigarðinum í Smáralind.

Birnir

Leikstjórn myndbandsins var í höndunum á Joey Christ ásamt Vigni Daða sem sá að auki um upptöku og klippingu. Hér má sjá nokkrar skjámyndir úr videóinu.

Við mælum með að þið haldið fyrir eyrun á litlu systkynum ykkar í kaflanum hans Birnis…

Einnig er lagið komið á Spotify

Skrifaðu ummæli