ÓLUST UPP Í EÞÍÓPÍU OG BER TÓNLISTIN KEIM AF ÞVÍ

0

14580380_1282967415087001_584408840_n-1

Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir hafa alla tíð haft gríðarlegann mikinn áhuga á tónlist og hafa þeir spilað og samið tónlist saman frá því þeir muna eftir sér. Markús og Birkir ólust upp í Eþíópíu, meðal annars á stað sem heitir Omo Rate. Þaðan kemur hugmyndin að nafni hljómsveitar þeirra, Omotrack. Í apríl 2015 tóku þeir upp fyrsta lagið „Mono & Bright.” Síðan þá hafa þeir spilað víðsvegar og haldið áfram að semja.

14569039_1282967488420327_2037180199_n-1

Seinustu mánuðir hafa farið í að taka upp meira efni og er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar nú komin út og ber nafnið Mono & Bright eftir fyrsta laginu sem þeir bræður sömdu. Addi 800 hljóðblandaði og masteraði átta lög plötunnar og Aron Þór Arnarsson hljóðblandaði eitt lag sem Jóhann Ásmundsson masteraði.

„Okkur þykir erfitt að lýsa tónlistarstílnum á einfaldan hátt en þetta er einhvers konar raf-popp blanda með áhrifum út öllum áttum. Þetta er tónlist sem við trúum að höfði til fólks á öllum aldri og höfum við fengið mjög góð viðbrögð hingað til.” – Markús

„Við erum ótrúlega ánægðir með útkomuna og soundið á plötunni.Við eyddum miklum tíma við gerð plötunnar og vönduðum okkur mikið. Við ólumst upp í Eþíópíu, sennilega hefur það mótað okkur heilmikið og tónlistin ber keim af því.“  – Birkir

14599657_1282967511753658_369583284_o-1
Platan er ekki gefin út sem geisladiskur heldur er hún fáanleg á usb lykli í fallegri öskju.

„Við höldum að geisladiskurinn sé ekki lengur málið en okkur langaði samt sem áður að gefa tónlistina út í föstu formi. USB lyklar var síðan niðurstaðan, og reyndum við að útfæra það á skemmtilegan hátt.” – Markús

14543539_1282967428420333_777144468_n

Með plötunni fylgja síðan litlar grafískar myndir, ein mynd við hvert lag. Myndirnar eru allar teknar í Eþíópíu og hver mynd hefur ákveðna tengingu við innihald lagana.

„Sumar tengingar eru augljósar en aðrar listrænni og dýpri pælingar.“ – Birkir

Lagið „Taxi” er eitt af lögum plötunnar. Það lag sömdu þeir bræður á ferðalagi um Eþíópíu jólin 2015. Lagið fjallar einfaldlega um skrautlega leigubílaferð þeirra um Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu.

„Leigubílarnir voru flestir mjög skrautlegir. Margir bílarnir voru hreinlega að detta í sundur og eins og kemur fram í laginu, þá var ekki ólíklegt að maður þurfti að sitja í brotnu sæti alla bílferðina. Bílstjórarnir voru alltaf skælbrosandi og í góðu skapi, keyrandi um í skrautlegri umferð. Frábært fólk, frábær stemning og okkur fannst við þurfa að semja lag um þessa snilldar leigubíla-menningu.” – Markús

Mono & Bright er fyrsta plata hljómsveitarinnar Omotrack „alls ekki sú síðasta“ segja bræðurnir að lokum. Hægt er að nálgast plötuna í föstu formi í gegnum facebooksíðu hljómsveitarinnar  www.facebook.com/omotrack  Hún er einnig fáanleg á tonlist.is og er væntanleg á itunes og spotify.

Comments are closed.