„Öll þessi industrial sound í umhverfinu er tónlist fyrir mér”

0

Tónlistarmaðurinn og öðlingurinn Daníel Þorsteinsson var að senda frá sér sína fyrstu sóló plötu undir nafninu TRPTYCH. Margir þekkja Danna eins og hann er oftast kallaður úr hljómsveitunum Maus og Sometime og má svo sannarlega segja að hann hafi komið víða við á viðburðarríkum ferli. Danni lýsir tónlistinni sem heimsendartónlist en hann hefur nánast alla tíð hlustað á raftónlist. Í byrjun tíunda áratugarins var Rave menningin nokkuð vinsæl á íslandi hjá litlum hóp og var Danni þar engin undantekning. „Vítamín, shjet það var geggjað!“ eins og hann segir sjálfur!

Albumm.is náði tali af Danna og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum um fortíðina, tónlistina og auðvitað nýju plötuna, TEMPT ME.


Hvar ertu staddur akkúrat núna og hvað ertu að bralla?

Ég er heima hjá mér að semja fyrir næstu plötu, er samt að spá í að kíkja á einhverja mynd, nei segi svona.

Nú var þín fyrsta sóló plata að koma út. Er hún búin að vera lengi í vinnlsu?

Það tók ágætann tíma að þróa sound og finna hvaða leið ég vildi fara en vinnslan á þessum lögum var ekkert rosalega tímafrek, samt kannski pinku. Masteringin tók smá tíma en það var bara frábært því þá fékk ég að vera meira með Curver, hann er svo æðislegur. Þetta var mjög mikil tilraunastarfsemi. Ég samdi líka önnur 70 lög í leiðinni, það tók ágætann tíma. BING!

Hvaðan sækir þú innblástur fyrir þína tónlistarsköpun?

Í lífinu í kringum mig. Það er ekki mikið um melódíur á TEMPT ME með TRPTYCH, ég fékk svo mikla útrás fyrir það með Sometime á sýnum tíma. Öll þessi industrial sound í umhverfinu okkar eru tónlist fyrir mér. Það eru vél/rafmagnshljóð allt í kringum okkur nánast allan daginn og það er svolítið það sem þessi plata gengur út á. Ég er að nota allskonar hljóð sem ég bý svo til takta og “feels” sem verða svo að lögum.

Hvernig mundir þú lýsa plötunni í einni setningu?

ég skal gera betur og lýsa henni í einu orði…„Heimsendatónlist”

Nú varst þú í hljómsveitinni Maus sem var gríðarlega vinsæl á tíunda áratugnum. Þessi plata er ekkert í líkingum við það sem Maus var að gera. Hefur áhugi þinn alltaf verið meira í Raf/Teknó tónlist en rokkinu?

Sko það er svo langt síðan ég var í Maus, en Sometime er náttúrulega miklu nær og það var svona fyrsta prójectið þar sem ég byrjaði sjálfur að búa til raftónlist, sirka 2005. En já, ég hef alltaf hlustað mikið á raftónlist, laaaangt áður en ég fór í Maus. Hlustaði mikið á Joey Beltram, Metalheadz, Aphex Twin, Orbital & Felix í byrjun 90’s og líka rap/hiphop sérstaklega ’89-’94. Svo var maður alltaf á ólöglegu og löglegu reif-unum með hinum örfáu 40-50 manns sem voru í senunni sirka ’92-’93. Vítamin! shjet það var geggjað!

Ef þú gætir farið með hverjum sem er (lífs eða liðinn) á djammið, hver væri fyrir valinu og afhverju hann/hún?

mmm shjjit uuuh, veit iggi, en ég held að það væri hrikalega gaman að fara með Jack Black á djammið, því ég held að hann sé mega skemmtilegur og klár. Hann er frekar með svarið heldur en margir aðrir. Það væri nett að byrja á góðu glensi á Brewdog í burger & beerz, taka svo leigara á Spot, fá sér nokkur skot þar og hlusta á tvö lög með bandinu sem er að spila það kvöldið, skjótast svo á KB og dansa. Taka svo Klaustur (þótt ég viti ekkert hvar það er) til að finna nett eftir á partý en ef það myndi klikka þá myndi maður vitaskuld enda á Nonnabitum. Það væri líka gaman að fara með Bob Ross á Sirkus back in the dayz, það hefði verið epískt.

Á að fylgja plötunni eftir með tilheyrandi tónleikahaldi?

Já eg er til í að spila hvar sem er eða svona næstum því, er búinn að vera ágætlega duglegur í nóvember miðað við það sem er í boði á þessari eyju.

Hvað er framundan og eitthvað að lokum?

já bara vera hress og halda áfram að skapa. Ég er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem vonandi kemur út í jan/feb

Instagram

TRPTYCH.COM

Skrifaðu ummæli