Öldungar íslensku jaðarsenunnar senda frá sér sína þriðju breiðskífu

0

Íslenska hljómsveitin We Made God voru að senda frá sér sínu þriðju breiðskífu, Beyond The Pale. Platan er aðgengileg á streymiveitum og Bandcampsíðu sveitarinnar.

Platan inniheldur átta lög og var tekin upp og hljóðblönduð af Rúnari Sveinssyni og masteruð af Joshua Kessler.

Hér má sjá umslag plötunnar.

We Made God eru öldungar í jaðarsenu íslensks tónlistarlífs. 14 ár, tvær breiðskífur og spilað á flestum ef ekki öllum stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem kalla mætti tónleikastað, og þeim sem mætti kalla eitthvað allt annað.

We Made God spilar tónlist sem þeim þykir vænt um fyrir hvert eyra og auga sem er tilbúið að hlusta, sjá, upplifa og finna fyrir tónunum sem kenndir hafa verið við íslenska náttúru.

Skrifaðu ummæli