ÓLAFUR INGI STEFÁNSSON

0
IMG_2753 (1)

Ljósmyndari: Sigurður Páll Pálsson 

 

Ólafur Ingi Stefánsson er einn efnilegasti skeitari okkar íslendinga hann slasaðist illa í keppni erlendis árið 2012 en er kominn á fullt aftur og landaði nýlega styrktarsamning við Smash.


 

Hversu lengi ertu búinn að vera á bretti ?

Ætli ég hafi ekki verið svona ellefu eða tólf ára þegar ég byrjaði að skeita, en ég er tuttugu og eins árs í dag. Ég byrjaði seinna en flestir af minni kynslóð. Flestir voru á um tíu ára aldri sem að byrjuðu að skeita i minu hverfi.

Afhverju byrjaðir þú á bretti?

Ég átti ekki marga vini þegar ég var krakki. Ég helt mér svolítið frá öðrum krökkum og eini vinur minn byrjaði að skeita og þá eltist ég í þann pakka. Ég var alltaf að spila Tony Hawk þegar ég var krakki. Ég ákvað að biðja mömmu um að kaupa bretti en það fékkst ekki strax. Ég þurfti að grátbiðja hana í marga mánuði áður en ég fékk fyrsta brettið. Það var bara eitthvað draslbretti úr Útilif. Um leið og ég steig á brettið þá vissi eg að þetta var ástríða og ég hef ekki stoppað síðan.

Var mikið um bretti á Íslandi þegar að þú byrjaðir?

já þegar ég byrjaði var rosa bóla í gangi en svo hættu flest allir.

10638838_10203469310785958_1246458042_o (1)

Ljósmyndari: Sigurður Páll Pálsson

Hefurðu tekið einhverjar pásur frá brettinu?

já á fyrstu tveimur árunum tók ég eins árs pásu. Ástæðan var sú að ég ætlaði bara ekki að ná tökum á þessu. Svo bara kýldi ég á þetta aftur og þá bara kikkaði þetta allt inn. Svo meiddist ég árið 2011. Þá sleit eg krossband og liðþófa. Eða ég reif hann eiginlega fyrst sko í keppni úti í Danmörku og svo kom ég heim og fór í segulómskoðun og þeir segja mér að það sé slitið og eitthvað, en svo er það ekkert framsent á neina lækna eða neitt sko þannig ég fekk ekkert trítment strax og ég fór bara i ræktina og gerði einhverjar æfingar sjálfur og fór bara að skeita aftur en með allt rifið sko án þess að vita af því. En svo sleit ég allt ver í sundur, en ég fór svo í aðgerð og það er alveg eitt og hálft ár síðan. En ég er alveg kominn aftur og er búinn að ná fullum bata. Ég fékk einhverja nýja tegund af aðgerð hérna á Íslandi. Það var einhver læknir sem að er frá Noregi sem sér um atvinnuíþróttafólk þarna úti, en hann tók við mér. En ég er semsagt með gerviliðband í hnénu , það er semsagt tekinn vöðvi úr lærinu og búið til liðband úr þvi. Það eru boruð göng frá sköflungnum og upp í lærlegginn gegnum hnéð sem er þræddur þar í gegn og er festur með tveimur títaníumskrúfum þannig að það má segja að ég sé með einhverskonar „bionic löpp.“ þetta hné er sterkara en hitt hnéð, þannig að ég var mjög heppinn með þetta allt saman.  Á þessum tíma fór ég til þriggja mismunandi lækna og þeir sögðu að ég myndi ekki geta hlaupið aftur, þangað til að ég hitti á þennan sem gerði þessa aðgerð. En svo var alveg átta  mánaða strangt sjúkraþjálfunarprógram sem tók við eftir aðgerðina. En ég er „back in business!“

Stefnir hátt með skeitið.

Ég stefni hátt með skeitið.  Eins og þú sérð í snjóbrettaiðnaðinum hérna heima, það eru frumkvöðlar í því og þessvegna er snjóbrettið orðið eins og það er í dag á Íslandi. Það þarf einhver í skeitinu að fara út og sýna fordæmi og að þetta sé hægt.

Hefuru farið mikið erlendis að skeita og keppa?

Já. Það var svona tímabil frá svona 2011 til 2013 en ég meiddist árið 2012. Ég keppti á Copenhagen Pro í am-keppninni árið 2011. Þá tók eg 11. sæti. En svo árið 2012 þá meiddist ég í rönninu mínu. Það var líka á Copenhagen Pro. Það er semsagt Copenhagen Open fyrir þá sem eru ekki sponsraðir, svo am-keppnin fyrir þá sem eru sponsaðir og svo er það prokeppnin. Ég fíla það að vera að ferðast og keppa. En það er bara kostnaðarsamt og það er mjög erfitt að fa styrki hérlendis hjá fyrirtækjum og Ísland er svona svolítið útskúfað af hjólabrettasenunni. Til dæmis er Danmörk algjörlega hátt uppi núna. Það þarf kannski bara einhver að fara út og sýna að þetta sé hægt svo að ríkið eða fyrirtæki sjái að þetta sé hægt og séu þá tilbúnir til þess að styrkja viðkomandi aðila í að fara til dæmis út að keppa og reyna fyrir sér á alþjóðlegum vettvangi.

12302698906_cd7887e48f_b (1)

Ljósmyndari: Sigurður Páll Pálsson

Þetta er alveg eitthvað sem þér langar að gera ?

Já, alveg algjörlega sko. Það er planið að reyna að gera feril úr þessu. Það er draumurinn.

Þarftu þá ekki að skeita á hverjum degi ?

Jú. En veðrið hérna heima býður ekki alveg upp á það og aðstæðurnar hérna eru alls ekki nógu góðar. Það er æfingaraðstaða sem maður þarf fyrst og fremst. Ekki bara enn eitt skateparkið í Laugardalnum, þú veist, sem einhver golfarkitekt hendir saman eða þessi Rhinopörk sem skellt er allstaðar. Það þarf eitt gott innanhúspark sem stendur undir fyrir skeitaranna, því ég er ekki sá eini sem hugsar svona. Það eru fleiri og margir mjög efnilegir. Líka yngri strákar sem eiga alveg framtiðina fyrir sér í hjólabrettaheiminum. Aðstaðan hérna er alveg stöðnuð og búin að vera sú sama frá því að ég byrjaði. Svo þarf maður að lifa og vinna og þá nær maður kannski ekki að skeita jafn mikið og maður vildi gera. Þannig þetta er svolítið svona „death circle“.

Kominn á flow hjá Alien Workshop.

Já, ég var nýkominn a flow hjá þeim, en Siggi P er búinn að vera hjá þeim í þrjú ár. Það var mega næs að komast að hjá þeim. En svo því miður þá fóru þeir á hausinn.

Hvernig kom það til að þú komst á flow hjá Alien Workshop ?

Það byrjaði allt á því að Mohawks var með keppni í parkinu í Loftkastalanum fyrir nokkrum árum og einn af stofnendum Alien Workshop, Mike Hill, kom til landsins og var semsagt að dæma keppnina. Þá spottaði hann einhverja þrjá gaura sem honum leist vel á. Það voru Siggi P , Steven og ég sem hann sá framtíð í. Svo var það þannig að Siggi P var á einhverju bæjarrölti og hitti Mike Hill og þeir fengu sér bjór saman og spjölluðu og Siggi P sagði honum frá senunni og öllu saman. Þá var einhver félagi hans með honum sem sagði honum að húkka Sigga upp með bretti. Svo skiptust þeir bara á adressum og svo fékk Siggi bara pakka og hann var byrjaður þá að filma fyrir þá og hann bara hélt því afram og það varð sponsordíll út úr því. Svo kemur Mike alltaf hingað á Airwaves, en hann er einmitt mjög inflúensaður af Íslenskri tónlist. Hann til dæmis gerði Colab með Sin Fang, en hann kemur hingað á Airwaves til að finna tónlist meðal annars í skate-videos og fá innblástur.  Við fórum einmitt saman á Airwaves seinast, ég, Siggi og Mike og þá vorum við að spjalla og komumst að því að hann ætlaði að senda mér fleiri bretti og eitthvað. Og þá var það bara gengið í garð. Ég fékk þrjár sendingar frá þeim. Það eru sirka tíu bretti í hverri sendingu og fullt af fötum og varningi sko. Þetta er eins og að fá jólin snemma. En svo bara fóru þeir á hausinn. En maður verður bara að halda áfram.

Screen Shot 2014-10-29 at 00.51.32

Ljósmyndari: Sigurður Páll Pálsson

Hvernig finnst þér hjólabrettasenan vera í dag á Íslandi ?

Brettið er orðið alveg rosalegt “fashion accessory” í dag og svolítið bara svona “show off swag” dæmi. Allir með penny board en fæstir eru í alvöru að skeita. En senan sjálf hefur aldrei verið stærri. Málið er að það er ekki verið að gera nóg fyrir skeitsenuna. Það er alltaf verið að byrja á einhverju en það eru allir bara svo hlutaskiptir og það þurfa bara allir að koma sér saman og gera eitt stórt project. En það virðist alltaf vera einhver misskilningur á milli og eitthvað. til dæmis þarf að hætta að leggja peninga í endalausa Rhinopalla úti um allt og leggja frekar peninginn í einn stað sem allir geta notað. Við erum með um níu mánuði á ári sem ekkert er hægt að skeita og aðra þrjá sem við getum rétt svo skeitað, þannig að það sár vantar gott innipark sem allir geta notað. Maður heldur alltaf að þetta árið sé eitthvað að fara að gerast og maður heyrir fólk vera að tala, en svo verður ekkert úr því, og nú er búið að rífa parkið í  Loftkastalanum.

Eruð þið margir sem skeitið alltaf saman?

Jájá. Við erum náttúrulega allir homies. En þrengsta krúið erum við Siggi P, Steven og  Kristján Jóhannes. Hann er reyndar aðeins yngri en við. Og svo náttúrulega gamlir hundar eins og Bjargmundur. Við erum með smá krú sem heitir Fiction Co. ( hægt að nálgast það á Facebook, Vimeo og Instagram ) Við erum búnir að gefa út nokkur vídeó og erum að vinna í að gera „full length“ vídeó. Það er langt síðan það hefur verið gert hér. Það sem mér langar að gera er að koma öllum filmurunum saman í eitt project og gera bara eitt alvöru vídeó og reyna að koma því inn á einhverjar alvöru síður eins og Transworld Skateboarding eða Kingpin eða eitthvað álíka.

Hardflip (1)

Ljósmyndari: Sigurður Páll Pálsson

Útlönd.

Ég fór til Barcelona árið 2011 í DC Embassy skeitparkið þegar ég var að skeita fyrir Mohawks. Við fórum þangað nokkrir strákar, við Daði, Davið Holm, Binni og Intro Beats. Þaðan fórum við í prívat æfingaraðstöðu hjá DC. Það er alveg rosa tight að komast þangað inn sko, og það var alveg geðveikt park. Það er California Skateparks sem hannar það, en þeir einmitt hanna pörkin fyrir Street League, þannig þar ertu kominn alveg í bestu pörkin. Enda kom ég til baka alveg miklu betri en ég hef nokkurntíman verið.

Svo fór ég út til Los Angeles í sumar að skeita. Ég gisti hjá félögum mínum sem að búa þar. Þeir eru alveg geðveikt góðir, en nokkrir af þeim ræða fyrir Huf. Einn félagi minn heitir Jake Anderson og hann ræðar fyrir Nike SB og Element. Bróðir hanns heitir Mike Anderson en hann rædar fyrir Krooked og Converse. Ég skeitaði með þeim, ásamt fleiri gaurum. Hjólabrettamenningin þarna úti er alveg rosaleg. Það liggur við að önnur hver manneskja sé að skeita og þar er alltaf gott veður, klikkuð skatepörk og allir mjög opnir og maður er velkominn allstaðar.  Hjólabretti er bara „international connection“. Allir vinir allstaðar í heiminum. Skeitarar sjá heiminn öðruvísi en annað fólk. Maður er alltaf að spá í umhverfinu og um leið og maður stígur á brettið  þá er maður kominn í annað zone og maður gleymir öllu öðru. Öll dagleg vandamál eru bara farin og maður er algjörlega „in the moment“. Það er það sem ég dýrka mest við hjólabrettin. Hjólabrettið æfir til dæmis hugann alveg gífurlega mikið.

Þegar maður er að bomba niður Laugarveginn á bretti þá lítur fólk á mann alveg hundrað prósent, því maður er bara keyrandi orka á einhverju sem að  meikar ekki sens, á einhverri plötu með hjólum. Maður er bara ein stór orka og maður tengist alveg við jörðina. Ég held að fólk skilji ekki þessa orku og sé þar af leiðandi hrætt við hana, semsagt brettin. En það er líka til fólk sem dýrkar þetta bara. Random foreldrar sem sjá þetta sem list. Maður hefur verið oft í sessioni á Ingó og það er bara fullt af fólki í kringum Ingó sem er bara að horfa. Það er búið að vera að vinna hart að því að gefa þessu gott orðspor hérna heima en það var alltaf ákveðinn stimpill á senunni. Til dæmis með pönkara. Það er bara djammstimpill á þeim en fólk skilur bara ekki senuna og það er það sama með skeitið. En það gengur ekki að vera út úr heimunum á bretti að gera öll þessi trikk. Eins og elitan í hjólabrettunum í dag. Þeir eru bara hjá einkaþjálfara og eru mjög margir alveg „straight edge“. Þetta er kanski farið að færast aðeins nær íþróttamenningunni þó svo að þetta sé alls ekki flokkað sem íþrótt. Þetta er frekar bara lífsstill og list eins og Mark Gonzales segir.

Hvernig sérðu þig eftir fimm ár ?

Eina markmiðið mitt er að reyna að lifa á þessu og að vinna i kringum þetta. Þá er ég mjög sáttur og þá er ég búinn að ná minum markmiðum. Sko, markmiðið er ekkert endilega að verða pro,  þó það sé algjör draumur að geta ferðast um heiminn, skeitað og fengið borgað fyrir það. En eins lengi og ég verð eitthvað vinnandi i kringum hjólabrettin þá er ég að gera það sem mér var ætlað held ég.

Ertu mikið fyrir tónlist ?

Ég er mjög mikið fyrir tónlist. Tónlistin hefur áhrif á hvernig maður skeitar. Til dæmis ef maður er með hip-hop í eyrunum og er að skeita þá myndast ákveðinn still hvernig maður skeitar og til dæmis með rokk þá er maður bara að hamra og bomba hluti skilurðu. Ég held að allir skeitarar séu djúpt inni í tónlist. Til dæmis  eru margir skeitarar i tónlistarsenunni eins meðal annars Addi Intro Beats og Bjargmundur og fleiri, þannig að bretti og tónlist tengist mjög mikið saman.

Hvað ertu aðalega að hlusta á ?

Tónlistarsmekkurinn minn kemur eiginlega bara frá hjólabrettavídjóum. Til dæmis þegar að ég heyri lag sem er undir einhverjum skeitara sem ég fíla mjög vel þá fer maður að grafa eftir tónlistini. Böndin sem að ég er að hlusta á núna eru til dæmis Flaming Lips og The Knife. Svo dýrka ég Flying Lotus. Það er smá J Dilla og Mad Lip fílingur í honum.

Hlustarðu mikið á Íslenska tónlist ?

Jájá, en ég hef ekki mikið verið að fylgjast með undanfarið sko, en flest allir Íslenskir tónlistarmenn eru bara algjörir snillingar.  Nýja lagið hjá Quarashi var alveg geðveikt. Það er mega næs gaman að sjá þá kikka aftur inn.

Heldurðu að skeitmenningin eigi eftir að stækka á Íslandi?

Ég vona það. En ef ekkert fer að gerast þá náttúrulega kemur bara stopp. Sumir eru í þessu til að ná eitthvað langt, en svo sjá þeir að það er ekkert í boði og þá bara kanski nenna þeir þessu ekkert skilurðu?  En kannski á sama tíma sér maður þá hver er með alvöru passion fyrir brettunum. Skeit-búðir á Íslandi ættu að sponsa gaura og koma þeim á framfæri og til útlanda. Búðirnar eru með samböndin úti, ekki skeitararnir.

12302542624_f43b9b7827_b (1)

Ljósmyndari: Sigurður Páll Pálsson

Eitthvað sem að þú villt segja að lokum?

Stop the bullshit and get real!

 

Comments are closed.