ÓLAFUR BJÖRN (ÓBÓ) SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA INNHVERFI Á VEGUM MORR MUSIC

0

By Orri Jónsson_4


Innhverfi er fyrsta hljómplata Ólafs Björn Ólafssonar sem kallar sig ÓbóÁ plötunni má heyra sjö lög með íslenskum textum í flutningi Ólafs ásamt einvala liði hljóðfæraleikara. Þó að Innhverfi sé fyrsta hljómplata Ólafs þar sem heyra má hann syngja eigin lög hefur hann á undanförnum árum komið fram sem slagverksleikari og hljómborðsleikari með mörgum af vinsælustu hljómsveitum og listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Sigur Rós, Jónsa og Emilíönu Torrini.

Innhverfi er gefin út af þýsku hljómplötuútgáfunni Morr Music á heimsvísu og er bæði fáanleg á geisladisk og vínil. Ólafur mun fylgja eftir útgáfunni með tónleikaferðalagi um Evrópu eftir áramót þar sem hann mun koma fram ásamt Sóley á stuttum evróputúr.
Ítarefni um plötuna á ensku má finna hér

Comments are closed.