ÓLAFUR ARNALDS TÚLKAR HRINGRÁS LÍFSINS Í NÝJU MYNDBANDI

0

Tónskáldið og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið „0952“ sem er að finna á breiðskífu hans Eulogy for Evolution frá árinu 2007. Platan var endurútgefin af Erased Tapes útgáfunni nú fyrr á árinu af tilefni 10 ára útgáfuafmælis plötunnar.

Myndbandið vann Ólafur með leikstjóranum Eilífi Erni Þrastarsyni hjá SNARK Films, en leitast var við að túlka hringformið sem einkennir tónsmíðina og túlka hringrás lífsins myndrænan hátt.

Myndbandið var tekið upp á æskuheimili Ólafs, þar sem hann jafnframt skóp tónsmíðina, þá eingungis 18 ára gamall, en þrátt fyrir að Ólafur hafi verið ungur að árum á þeim tíma hefur platan elst fyrnavel. Hinn þekkti þýski tónlistarmaður Nils Frahm endurtónjafnaði plötuna auk fleiri valinkunnra einstaklinga sem lögðu hönd á plóg vegna endurútgáfunnar.

Segja má að endurtekningin og hringformið sem unnið er með í myndbandinu sé rauður þráður í gegnum alla plötuna, en vegna persónulegra atburða í lífi Ólafs á þeim tíma, var honum sérstaklega umhugað um hringrás lífsins og leitaðist við að túlka hana í tónsmíðunum.

Hægt er að nálgast Eulogy For Evolution 2017 endurútgáfuna á glærum vinyl hér

Instagram

Alda Music

Skrifaðu ummæli