ÓLAFUR ARNALDS OG NANNA BRYNDÍS ÚR OF MONSTERS AND MEN STILLA SAMAN STRENGI SÍNA

0

ólafur arnalds og nanna bryndís

Eins og flestir tónlistarunnendur vita þá er Ólafur Arnalds búinn að vera á faraldsfæti með verkefnið sitt Island Songs. Viðkomustaðirnir voru sjö talsins og voru gerð jafn mörg lög og myndbönd. Farið var vítt og breytt um landið og tóku heimamenn þátt í allri tónlistarsköpun.

ólafur arnalds og nanna bryndís 2

Fyrir skömmu kom út sjötta lagið og myndbandið en það er engin önnur en Nanna Bryndís úr hljómsveitinni Of Monsters And Men sem ljáir laginu rödd sína. Lagið umrædda nefnist „Particles“ og er það mjög fallegt og rennur niður eins og heitur drykkur að næturlagi.

Eins og fyrr er það kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z sem sér um myndbandið og gerir hann það listarlega vel.

http://www.islandsongs.is/

Comments are closed.