Ólafur Arnalds lagði undir sig Eldborg: Sjáið ljósmyndirnar

0

Í gærkvöldi hélt tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds heljarinnar tónleika í Eldborg, Hörpu og óhætt er að segja að öllu var til tjaldað. Ólafur hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu og er árið sem er að líða búið að vera ansi viðburðarríkt. Kappinn hefur ferðast víða um heiminn og spilað fyrir tugir þúsunda en hann er án efa eitt stærsta tónlistarnafn sem við íslendingar eigum um þessar mundir.

Tónleikarnir í gærkvöldi voru hreint út sagt stórkostlegir og eins og áður kemur fram var öllu til tjaldað! Öll umgjörð var til fyrirmyndar og var stemningin vægast sagt rafmögnuð. Ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á tónleikana og tók þessar ljósmyndir fyrir Albumm.is  

Olafurarnalds.com

Sena.is

Skrifaðu ummæli