ÓLAFUR ARNALDS Á FERÐ OG FLUGI MEÐ ISLAND SONGS

0
Ólafur Arnalds. ljósmynd Marino Thorlacius

Ólafur Arnalds. Ljósmynd/Marino Thorlacius

Ólafur Arnalds er einn flottasti tónlistarmaður Íslands og þó víðar væri leitað, en undanfarnar vikur hefur hann ferðast um landið með verkefnið sitt Island Songs. viðkomustaðirnir eru sjö talsins, en á hverjum stað er tekið upp nýtt lag með heimamönnum.

arnalds4

Allt er þetta fest á filmu en það er enginn annar en kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z sem ljáir verkefninu kunnáttu sína. Fleiri koma við sögu og má þar t.d. nefna Ásu Guðjónsdóttur, Ástu Kristínu Pétursdóttur og Sólveigu Vöku Eyþórsdóttur sem sjá um strengjaútsetningar og Sólveigu Ástu Sigurðardóttur sem sér um að allt fari fram eins og það á að fara fram!

arnalds 2

Hljómplötur Ólafs hafa selst í bílförmum út um allan heim, hann er einn helmingur hljómsveitarinnar Kiasomos og hann hefur samið fagra tóna fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir en hann vann til Bafta verðlaunanna fyrir tónlistina í bresku sjónvarpsþáttunum Broadchurc. Svona væri lengi hægt að telja en við stöldrum hér við og gefum Ólafi orðið.

Albumm.is náði tali af kappanum og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum.

Hvað er Island Songs og hvernig kviknaði sú hugmynd?

Island Songs er eitthvað sem við kusum að kalla „Lifandi, músíkalskt, kvikmyndaverkefni.” Ég ásamt Baldvini Z og fríðu föruneyti ferðumst um ísland í sjö vikur, heimsækjum sjö staði og tökum upp sjö lög. Á hverjum stað vinnum við svo með lókal tónlistarfólki að laginu. Við tökum svo upp allt á vídeo og hljóð og gefum út lögin sem myndbönd jafnóðum. Fólk getur fylgst með verkefninu á samfélagsmiðlum en ég er mjög virkur í að senda livestream út frá upptökum og undirbúningi – þessvegna „lifandi“ verkefni.

arnalds 5

Nú eru þið búnir að vera á ferðalagi um landið. Hvernig er það búið að ganga og er eitthvað sem hefur komið ykkur á óvart?

Þetta er gríðarlega mikil vinna en rosalega gaman. Það eru fimm lög komin út og okkur finnst þau bara verða betri og betri eftir því sem við komumst betur inní rútínuna. Það er auðvitað ýmislegt sem kemur á óvart, enda er þetta verkefni mikið spunnið á staðnum jafnóðum, en við lærum af því og getum betrumbætt okkur í hverri viku.

Er þetta búið að vera skemmtlegt ferli og hvernig hefur fólk tekið í þetta?

Fólk er að taka mjög vel í þetta, og ég sé áhorfendahópinn stækka í hverri viku. Það er sérstaklega skemmtilegt að sjá hvað það er orðinn stór hópur sem bíður eftir hverjum mánudegi eftir að lögin koma á netið.

arnalds

Hvernig hefur samstarfið milli þín og Baldvins Z gengið?

Baldvin er auðvitað einn indælasti maður landsins og algjör öðlingur að vinna með. Okkar samvinna er heldur ekki ný af nálinni en ég gerði músík fyrir tvær myndirnar hans, Óróa og Vonarstræti.

Eitthvað að lokum?

www.islandsongs.is

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin fimm:

http://olafurarnalds.com/

Comments are closed.