„OKKUR FINNST SÉRSTAKLEGA GAMAN AÐ ÖGRA ÁHORFENDUM“

0

Comedy bandið Bergmál var stofnað í janúar 2014 og inniheldur hljómsveitin tvær dömur þær Elísu Hildi og Selmu og eru þær báðar söngkonur, laga og texta höfundar hljómsveitarinnar.

Nýlega sendi sveitin frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Nature” og fjallar það í grófum dráttum um íslensku náttúruna, álfana og hæfileika þeirra til þess að fullnægja mannfólkinu.

Öll tónlist Bergmál er frumsamin og semur sveitin fyndna og krassandi texta til þess að létta lund hlustenda, en á sama tíma er tónlist þeirra sveitinmelodísk, grípandi og skemmtileg. Tónlistarstefna Bergmáls er allskonar þjóðlagatónlist, pop og blues-rock svo fátt sé nefnt en flest lögin eru flutt á ensku og koma þær fram aðeins tvær, vopnaðar gítar og söng.

„Okkur finnst sérstaklega gaman að ögra áhorfendum með undarlegum umfjöllunarefnum og tökum við á málum sem okkur finnst skipta máli. Í lögunum fræðum við fólk m.a. um plánetuna Uranus, sem er umtöluð stjarna á himnum og einnig umtöluð stjarna á líkama fólks.“ – Bergmál

Bergmál fór í tónleikaferðalag til Ameríku í júlí 2016 og héldu þær nokkra tónleika í New York og Boston. Einnig var sveitin fengin til þess að hita upp fyrir Improv Boston og leikarar spunnu upp leikrit eftir tónlistinni þeirra.

Nature er þræl skemmtilegt lag með afar skondnu myndbandi sem ætti að fá hvert mannsbarn til að brosa!

http://www.bergmal.band/

Skrifaðu ummæli