OJBA RASTA BLÆS TIL HELJARINNAR TÓNLEIKA Á HÚRRA Í KVÖLD 6. JANÚAR

0

ojbarasta

Bregðum blysum á loft því hljómsveitin Ojba Rasta slær botninn í jólahátíðina og heilsar hækkandi sól með háheiðnum þrettándadansleik á skemmtistaðnum Húrra í kvöld 6. janúar. Sveitin mun spila nýtt efni en að sjálfsögðu fá þekktir smellir að fljóta með.

Eftirfarandi heiðursgestir stíga á stokk:

Hilmar Örn (Allsherjargoði)
Byrkir & Baddi (Forgotten Lores)
Gnúsi Yones (Amabadama)
Jón Magnús (Vivid Brain)

ojbarasta 2

Húsið opnar stundvíslega kl 20:00 og hefst dagskráin fljótlega upp úr klukkan 21:00.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur og eingöngu er selt við hurð.

Comments are closed.