„Ís og eldur er klárlega eitt mest “epic” lag sem ég hef útsett”

0

Fyrir skömmu sendu D.S.E (Dagur Snær Elísson) og Sarey (Sigurrós Arey) frá sér lagið „Ís og eldur.” Sarey er sextán ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð en frá því að hún man eftir sér hefur hún átt heima í tónlistinni.

„Í tónlistinni hef ég fundið mig og mína leið til að tjá mig. Ég hef verið svo heppin að fá að lifa og hrærast í tónlist með mörgu mögnuðu tónlistarfólki sem hefur hvatt mig áfram.Vinna okkar Dags hefur klárlega ögrað mér og ýtt mér út fyrir minn þægindaramma.” – Sarey.

D.S.E og Sarey eru að vinna í mjög mörgum spennandi nýjum lögum og óhætt er að segja að nóg er framundan!. Sarey og Hákon Darri sömdum textann en Sarey segir að Darri hafi mjög mikinn áhuga á íslensku og er mjög lúnkinn við að raða orðum saman.

D.S.E (Dagur Snær Elísson) er 19 ára Selfyssingur en hann hefur verið að grúska í tónlist í tæp þrjú ár og gefið út fjöldan allan af lögum.

„Ís og eldur” er klárlega eitt mest “epic” lag sem ég hef pródúsað og þykir mér afar vænt um þetta lag, þar sem þetta er fyrsta lag sem ég gef út undir mínu eigin nafni D.S.E (Dagur Snær Elísson).” – D.S.E.

Bæði eru sammála um það að samstarfið hafi gengið virkilega vel en Dagur segir að Sarey sé virkilega fagleg og góð söngkona með tæra og mjúka rödd.

Skrifaðu ummæli