Ófyrirsjáanlegar ljósmyndir og stjórnar því ekki útkomunni

0

Fyrir stuttu opnaði listakonan Anna Maggý sýninguna No Frame í Bismút en á sýningunni má sjá filmuljósmyndun í öðru ljósi. Verkið er samsett úr 36 filmum sem voru teknar af handahófi og raðað saman í eitt heilstætt myndverk. Hver mynd er mótuð af ljósi sem lekur á undan fyrsta ramma á filmum.

Það sem er áhugavert við það er að Anna Maggý vinnur með myndir sem eru ófyrirsjáanlegar og stjórnar því ekki útkomunni. Hún tekur þær út úr sínu rétta samhengi og gefur þeim nýtt hlutverk. Í raun eru myndirnar af engu en saman mynda þær heild og verða að einhverju í allri sinni litadýrð og formfegurð. Þær fá að njóta sín á óvæntan hátt í nýju formi. Þetta eru myndir sem áttu ekki að lifa en öðluðust nýtt líf og nýjan tilgang.

Ljósmyndarinn Kristján Gabríel mætti á opnunina og tók hann þessar skemmtilegu ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is

Skrifaðu ummæli