OF MONSTERS AND MEN Í GAME OF THRONES

0

mon (2)

Game of Thrones hafa fengið margar af flottustu hljómsveitum heims til að koma fram í þáttunum og er sería sex þar engin undantekning. Það er engin önnur en Íslenska hljómsveitin Of Monsters And Men sem kemur fram í sjöttu seríunni en hljómsveitin er um þessar mundir við tökur í Girona á Spáni.

mon (3)

mon (4)

Atriðið sem fjallað er um er tekið upp í kastalanum Sant Pere De Galligants Monastery sem var byggður árið 992 og er rekið sem safn í dag.

Of Monsters And Men eru nú komin í flottan hóp sem hafa komið fram í þáttunum en þar má nefna t.d. Sigur Rós, Coldplay og Mastodon svo fátt sé nefnt.

game

Það verður virkilega gaman að sjá Íslendinga bregða fyrir í þáttunum en það bíða eflaust margir eftir því að geta hlammað sér í sófann og ýtt á play.

Comments are closed.