OF MONSTERS AND MEN GEFA FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND VIÐ LAGIÐ ORGANS

0

omam1

Of Monsters And Men þarf nú ekki að kynna fyrir landsmönnum en hljómsveitin hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Plata þeirra Beneath The Skin hefur fengið afar góðar viðtökur og hefur hljómsveitin verið á ferð og flugi að undanförnu að kynna plötuna.  Hljómsveitin náði afar góðum árangri á bandaríska Billboard listanum en þar fóru þau beint í þriðja sætið sem telst vægast sagt glæsilegur árangur!

tumblr_nl5oqqcdO41qatjjoo1_1280

Hljómsveitin hefur verið að senda frá sér seríu af myndböndum sem kallast Lyric Video og Má þar sjá þekkt andlit bregða fyrir. Sigga Sigurjóns við lagið Crystals, Guðrúnu Bjarnadóttur við lagið Empire, Natalie G. Gunnarsdóttur við lagið Hunger, Björn Stefánsson við lagið Human og Atli Freyr Demantur við lagið I Of The Storm. Nú er komið að Nönnu Bryndísi söngkonu Of Monsters And Men en það er við lagið Organs.

Myndböndin eru unnin af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan http://www.tjarnargatan.is/

Hér má sjá hin myndböndin:

 

 

 

 

Comments are closed.