OF MILES AND MEN Á MÚLANUM 6. APRÍL

0
OfMIles-mynd
Á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu miðvikudaginn 6. apríl kemur fram hljómsveitin Of Miles and Men. Hljómsveitin mun leika nokkur af uppáhaldslögum sínum af löngum og glæstum ferli trompetleikarans Miles Davis. Trompet- og flugelhornleikararnir Ari Bragi Kárason og Snorri Sigurðarson fara fyrir fríðum flokki en ásamt þeim skipa hljómsveitina Kjartan Valdemarsson á Fender Rhodes, Róbert Þórhallsson á holbola-lággígju og Einar Scheving á trommur. 
Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 16 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtuloftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. 
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.