Óður til píanósins sem hefur fylgt Bistro Boy lengi vel

0

Píanó í þokunni, þriðja breiðskífa Bistro Boy, kemur út í dag, 1. október. Píanó í þokunni er draumkennt ferðalaga frá fortíð til framtíðar, einskonar óður til píanósins sem hefur fylgt Bistro Boy lengi vel. Bistro Boy byrjaði að vinna að plötunni síðla árs árs 2017 og fram á mitt sumar 2018 en hljóðheimurinn byggir á bræðingi nýrra og gamalla hljóðsmala (sampla)  sem ná tæpa tvo áratugi aftur í tímann en öðlast nýtt líf á plötunni. Platan inniheldur 9 lög sem eru öll eftir Frosta Jónsson (Bistro Boy). Til aðstoðar í tveimur laganna er hin bráðefnilegaEir Ólafsdóttir (Ateria) en hún spilar á selló í lögunum Ljósbrot og í lokalagi plötunnar, Píanó í þokunni. Platan kemur út á stafrænu formi og takmörkuðu upplagi á Vínyl. Einnig er hægt að streyma plötunni á öllum helstu tónlistarveitunum.

Bistro Boy er hliðarsjálf tónlistarmannsins Frosta Jonssonar en hann hefur fengist við tónlist af ýmsum toga um langt skeið. Hann er einnig einn af þeim sem stendur að baki  plötuútgáfunnar Möller Records sem gefur út íslenska raftónlist. Frá því að Frosti gaf út sína fyrstu plötu, EP plötuna Sólheimar árið 2012, hefur hann sent frá sér breiðskífurnar Journey (2013) og Svartir Sandar (2016), smáskífuna Rivers & Poems (2015) ásamt japanska tónlistarmanninu Nobuto Suda auk nokkurra smáskífa. Hann hefur komið fram á tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis svo sem Secret Solstice, Iceland Airwaves og Dias Nordicos í Madrid.


Bistroboy.net

Bandcamp

Twitter

Soundcloud

Instagram

Skrifaðu ummæli